Hæstiréttur hefur staðfest sex mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm yfir Jóni Snorra Snorrasyni, fyrrverandi eiganda og framkvæmdastjóra vegna skilasvika. Jón Snorri átti fyrirtækið Agla, sem aftur var eigandi Sigurplasts. Málið snerist að 33,33% hlut Agla í Sigurplasti var sett að veði vegna láns við Sparisjóð Mýrarsýslu 21. október árið 2008. Í júlí sama ár hafði félagið undirgengist kvöð við Spron um að hvorki veðsetja né selja hluti Agla í Sigurplasti. Á sama tíma og Jón Snorri átti Agla var hann stjórnarformaður Sigurplasts.

Héraðsdómur dæmdi Jón Snorra í sex mánaða fangelsi 21. febrúar á þessu ári. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar í mars í samræmi við yfirlýsingu Jóns Snorra um áfrýjun. Jón Snorri hafði áður krafðist aðallega ómerkingar í héraðsdómi en til vara að hann yrði sýknaður af kröfum ákæruvaldsins.

Jón Snorri keypti reksturs SIgurplasts með fleirum af Plastprenti árið 2007. Fyrirtækið fór í þrot árið 2010 eftir að Arion banki gjaldfelldi 1,1 milljarða króna gengislán fyrirtækisins. Skiptastjóri var skipaður yfir þrotabúið sem nú heitir SPlast og höfðaði hann nokkuð mál á hendur fyrri eigendum félagsins. Eignabjarg, dótturfélag Arion banka, seldi Sigurplast til nýrra eigenda í apríl á síðasta ári.

Braut gegn samningum

Í dómi Hæstaréttar segir að af gögnum málsins verði ráðið að Sparisjóður Mýrasýslu hækkaði yfirdráttarheimild Sigurplasts á reikningi félagsins í sparisjóðnum í kjölfar veðsetningar og með því að hafa sett að veði hlutafjáreign Agla í Sigurplasti hafi Jón Snorri brotið gegn gegn því sem kveðið var á um í veðsamningum við Spron.

Orðrétt segir:

„Breytir engu þar um sú vörn ákærða að tjón hafi ekki hlotist af háttsemi hans, enda ljóst að í henni fólst veruleg fjártjónsáhætta.“

Dómur Hæstaréttar