Halldór Jörgensson hefur litríka sögu að segja af starfi sínu í hugbúnaðargeiranum. Eftir að hafa starfað um nokkurt skeið á Íslandi var honum boðið starf hjá þýska hugbúnaðarfyrirtækinu Software AG. „Þeir voru með töluverða starfsemi á Íslandi en enga fulltrúa, þannig að ég byrjaði þar í kringum 1994 og var að vinna með stór íslensk fyrirtæki. Svo hef ég störf fyrir sama fyrirtæki í Bretlandi og var síðan ráðinn til höfuðstöðva fyrirtækisins í Þýskalandi árið 1998.“

Kynntist vel ástandinu í Kaliforníu
Hjá Software AG vann Halldór m. a. að skrásetningu þess á hlutabréfamarkað í Frankfurt og þegar það keypti annað fyrirtæki í Bandaríkjunum var honum falið að samtvinna það við starfsemi Software AG. „Það endaði þannig að ég kynntist vel ástandinu í Kaliforníu þegar netbólan stóð sem hæst,“ segir Halldór. „Ég var á staðnum þegar bólan sprakk og það má segja að það hafi verið verulega áhugaverð lífsreynsla.“

Meira um málið í Viðskiptabaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .