*

mánudagur, 18. nóvember 2019
Staðreyndavogin 12. október 2016 15:52

Staðreyndavogin: Loftslagsmál

Um 99,99% af öllu rafmagni á Íslandi er framleitt með vatnsafli eða jarðvarma.

Ritstjórn
Aðrir ljósmyndarar

Kosningaþáttur RÚV um auðlinda- og umhverfismál þann 11.október 2016.

Magnús Þór Hafsteinsson, Flokki fólksins, mín. 13:19:

„..Við höfum einstök tækifæri Íslendingar, því við búum við svo góð skilyrði hér á Íslandi, að vinna að nýsköpun á þessu sviði og verða leiðandi, jafnvel á heimsvísu, að draga úr brennslu á jarðefnaeldsneyti og fara að nota orku sem er vistvæn.“

Af orðum Magnúsar má skilja að Ísland sé ekki að nýta vistvæna orku eða sé eftirbátur annarra þjóða þegar kemur að notkun hennar. Raunin er sú að Ísland er nú þegar fremst í flokki þjóða heims í nýtingu á vistvænni orku eins og sjá má á meðfylgjandi grafi.

Heimild: Eurostat.

Íslendingar nota endurnýjanlega orku á hverjum degi í daglegu lífi. Til dæmis er húshitun á Íslandi nær eingöngu byggð á endurnýjanlegum orkugjöfum, fyrst og fremst jarðhita. Þá er 99,99% af öllu rafmagni á Íslandi framleitt með vatnsafli eða jarðvarma. Notkun endurnýjanlegrar orku sparar mikla losun gróðurhúsalofttegunda, eða sem nemur 18 milljónum tonna af koldíoxíði á ári. Það er á við eina og hálfa árlega losun Kaupmannahafnarborgar.

Heimild: Orkustofnun.

Þá skilar rafmagnsframleiðsla á Íslandi engum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið, en í Evrópu er hlutfall gróðurhúsalofttegunda af raforkuframleiðslu allt að 80%.

Heimild: World Development Indicators.

Fram að Alþingiskosningum þann 29. október næstkomandi mun Viðskiptablaðið vega og meta ummæli sem frambjóðendur flokkanna láta falla á opinberum vettvangi. Ummælin verða sannreynd og niðurstaðan birt. Þessi liður mun birtast á vefsíðu Viðskiptablaðsins og bera yfirskriftina Staðreyndavogin.

Fleiri greinar úr Staðreyndavoginni:

Staðreyndavog Viðskiptablaðsins

Staðreyndavogin: Gjaldfrjálst heilbrigðiskerfi

Staðreyndavogin: Greiðsluþátttaka

Staðreyndavogin: Ójöfnuður á Íslandi

Staðreyndavogin: Veiðigjöld

Staðreyndavogin: Stóriðja og losun gróðurhúsalofttegunda

Staðreyndavogin: Gjöld vegna viðhalds vega og gistingar

Staðreyndavogin: Loftslagsmál