Kjördæmafundur RÚV með oddvitum flokkanna í Norðausturkjördæmi 17. október:

Kristján Þór Júlíusson , oddviti Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi:

„Við höfum ekki verið talsmenn þess að aðskilja ríki og kirkju, en við höfum hins vegar nýlega gert samkomlag um fjárhagsleg samskipti ríkis og þjóðkirkjunnar og ég tel engin efni til þess að bæta auknum fjármunum við til viðbótar við það samkomulag sem þar var gert.“

Það er rétt að Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki verið að flagga hátt afstöðu flokksins til þjóðkirkjunnar, en það breytir því hins vegar ekki að Landsfundur flokksins samþykkti eftirfarandi í ályktun árið 2015:

„Áhrif kristni á íslenskt samfélag hafa bæði sögu- og menningarlega þýðingu. Aðskilnað ríkis og kirkju þarf að framkvæma með farsæld þjóðarinnar að leiðarljósi.

Aðskilja þarf ríki og kirkju með farsæld þjóðkirkjunnar og þjóðarinnar að leiðarljósi.“

Það er því ekki rétt hjá Kristjáni að flokkurinn hafi það ekki sem stefnu að aðskilja ríki og þjóðkirkju.