*

mánudagur, 1. júní 2020
Innlent 17. september 2019 14:27

Staðreyndin sé hæsta áfengisverð Evrópu

FA segir fjármálaráðherra skauta lipurlega framhjá þeirri staðreynda að hæsta áfengisverð í Evrópu sé í ÁTVR.

Ritstjórn
Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Haraldur Guðjónsson

„Það er ekki séríslenskt fyrirbæri að áfengi kosti margfalt meira á fínustu hótelunum en út úr búð,,“ segir í nýrri færslu á Facebook-síðu Félags atvinnurekenda, en dýr kranabjór á Nordica hótel var kveikja að hugleiðingum fjármálaráðherra um aðrar ástæður þess að áfengisverð sé dýrara hér á landi en í gjörvallri Evrópu. 

„Það er ekki séríslenskt fyrirbæri að áfengi kosti margfalt meira á fínustu hótelunum en út úr búð. Fjármálaráðherra skautar hér lipurlega framhjá þeirri staðreynd að verð áfengis í vínbúðum er miklu hærra hér en í öllum öðrum Evrópulöndum - með þeirri einu undantekningu að bjór er dýrari í Noregi en hér. Hæsta áfengisverð í Evrópu er í boði stjórnvalda, sem leggja á hæstu áfengisskatta í Evrópu

Fjármálaráðherra boðar í fjárlagafrumvarpi næsta árs enn frekari hækkun á áfengisgjaldi og jafnframt á álagningu ÁTVR, sem þýðir að enn bætum við Evrópumetið okkar í áfengisverði. Það er sá veruleiki sem allir kaupendur áfengra drykkja - líka þeir sem myndu aldrei kaupa sér bjór á barnum á Nordica - standa frammi fyrir,“ segir að lokum í færslu Félags atvinnurekenda.