Við ætlum að stækka hótelið í Kirkjuhvoli í hæfilega stærð. Við eignuðumst nýverið Guðrúnartún 4, erum að byggja heilsársbústaði í Skagafirði og þá vorum við einn stærsti hluthafi félagsins Stólpar sem gerði Advania- húsið upp að Sætúni 10,“ segir Valdís Fjölnisdóttir, annar framkvæmdastjóra fasteignafélagsins Þórsgarðs, þegar hún er spurð um verkefni félagsins í dag.

Fjárfestingasjóður Stefnis keypti fasteignina í fyrra og Þórsgarður seldi hlut sinn í Stólpum í ár. „Síðan fylgjumst við vel með spennandi verkefnum,“ segir hún. Eignir Þórsgarðs voru metnar á ríflega 1,7 milljarða króna um síðustu áramót og hafði virði þeirra aukist um 350 milljónir á einu ári, samkvæmt nýlega birtum ársreikningi félagsins.

Félagið var stofnað árið 2009 fyrir tilstuðlan bandaríska fjárfestisins Michael Jenkins, sem fjármagnar félagið og á helming hlutafjár. Hinn helmingurinn er í eigu framkvæmdastjóranna, Valdísar og Eyglóar R. Agnarsdóttur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .