Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, segir eigið fé bankans nú vera tryggt og eiginfjárhlutfallið gott þannig að undirstöður bankans séu tryggðar. Segir hann næsta skref verði að efla starfsemina og eðlilegt sé miðað við umhverfið og stöðuna eins og hún hefur verið að ný fjármögnun feli í sér ákveðinn vendipunkt fyrir bankann. Útlán bankans í dag nægja ekki til þess að standa undir þeim kostnaði sem fylgir því að reka heilan banka.

„Þess vegna er helsta viðfangsefni okkar í dag að stækka útlánasafn bankans og við erum að leita okkur að góðum verkefnum til þess að taka þátt í. Við erum augljóslega ekki af þeirri stærðargráðu að við getum tekið þátt í allra stærstu verkefnunum en við viljum sannarlega þjónusta mjög vel smærri og meðalstór fyrirtæki og taka þátt í fjármögnun stærri verkefna í samstarfi við aðra,“ segir Sigurður.

Þá segir Sigurður að mikið af öflugum fjárfestum séu hér á landi sem ekki eru hluthafar í dag en gætu hugsað sér að verða það síðar og æskilegt væri að fleiri innlendir fjárfestar komi að bankanum.

Ítarlegt viðtal við Sigurð Atla Jónsson er í Viðskiptablaðinu í dag. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir Tölublöð.