Breska ríkisstjórnin gaf í dag grænt ljós á stækkun Heathrow flugvallar í Lundúnum. Málið hefur reynst mikið þrætuepli í Bretlandi. Haft er eftir ferðamálaráðherra Breta, Chris Grayling, að ákvörðunin væri „örlagarík“ og að hún tengdi Bretland við heiminn.

Stefnt er að því að bæta þriðju flugbrautinni við flugvöllinn - en einnig kom til greina að stækka Gatwick flugvöll eða stækka þær tvær flugbrautir sem eru til staðar á Heathrow. Fyrsti valmöguleikinn varð fyrir valinu en ekki eru allir eins sáttir með það.

Helstu hagsmunaaðilar fagna ákvörðuninni og stjórnendur Heathrow telja að hægt sé að stækka flugvöllinn á sanngjarnan hátt. Hins vegar hefur málið vakið upp deilur og sér í lagi verið eldheitt hjá þingmönnum sem þjóna kjördæmum í nánd við flugvöllinn.

Um málið er fjallað í frétt BBC .