Stækkunarstjóri Evrópusambandsins ítrekar í dag vilja Evrópusambandsins til þess að halda áfram aðildarviðræðum milli Íslands og ESB. Haft er eftir Štefan Füle stækkunarstjóra á vefnum New Europe að áframhaldandi samningaviðræður séu háðar vilja Íslendinga.

„Ísland var og er mikilvægur hluti af Evrópusambandinu, einkum vegna þátttöku í EES og Schengen,“ Füle. Hann viðurkenndi að ákvörðun um að hætta öllum IPA styrkjum hefði verið tekin vegna þess að hlé hefði verið gert á samningaviðræðum.

Í vor verða fjögur ár liðin frá því að aðildarviðræður Íslendinga við Evrópusambandið hófust.