Stækkun suðurbyggingar Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar er ekki nægjanleg til að mæta auknum farþegafjölda, segir Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group. Hann segir þetta valda stjórnendum félagsins áhyggjum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Björgólfur segir þessa stækkun ekki duga í langan tíma en samkvæmt flugáætlun Icelandair er gert ráð fyrir að farþegum með nýjum flugvélum félagsins fjölgi um 300 þúsund á næsta ári.

Viðskiptablaðið fjallaði nýlega um breytingarnar á flugstöðinni en Björgólfur hefur gangrýnt Isavia fyrir ranga forgangsröðun.