Fáfnir Offshore er fyrirtæki sem sérhæfir sig í þjónustu við olíu- og gasborpalla auk annarra verkefna á norðlægum slóðum, t.d. tengdum leitar- og björgunarstörfum. Fyrsta skip félagsins nefnist Polarsyssel sem er dýrasta skip Íslandssögunnar og er jafnframt fyrsta íslenska skipið sem sinnir öryggis- og olíuþjónustu á norðurslóðum. Þá er fyrirtækið með annað enn dýrara skip í smíðum sem ráðgert er að verði sjósett í mars 2016.

Steingrímur Erlingsson er forstjóri fyrirtækisins en hann segir að margir vanmeti stórlega hversu stór bransi þjónusta við olíu- og gasborpalla sé í heiminum.

„Í Noregi einum eru gefin út fjögur tímarit og tvö dagblöð sem fjalla aðeins um þennan bransa. Þetta er stærra en fiskveiðibransinn í heiminum, en við Íslendingar vitum ekkert um þetta. Það er nefnilega ýmislegt til úti í heimi sem við Íslendingum sjáum ekki alveg eða skiljum – eða höfum hreinlega ekki áhuga á,“ segir Steingrímur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .