Fasteignaverð hefur hækkað mikið á höfuðborgarsvæðinu en einnig hefur verðið hækkað á Akureyri sem og í minni bæjum eins og Viðskiptablaðið hefur tekið saman.

Einnig hefur sala á stærri eignum á Akureyri tekið kipp.

Verðið potast upp

„Við erum kannski ekki að sjá sömu verðþróun á þessum stöðum í kringum okkur, en þetta potast alltaf upp. Við erum að sjá svolitla hækkun á svæðum eins og Dalvík, sem hefur verið í gegnum tíðina ágætis svæði, en það er auðvitað minna,“ segir Arnar Guðmundsson, löggiltur fasteignasali á Fasteignasölu Akureyrar.

Stærri eignirnar seljast betur

Arnar segir töluverða aukningu bæði í hreyfingu og verðum á stærri eignum síðasta hálfa árið.

„Það sem mér finnst svolítið einkenna markaðinn þessar vikurnar og mánuðina, það er að stærri eignirnar eru að seljast betur og eru að hækka meira heldur en þær hafa verið að gera í langan tíma,“ segir Arnar.

„Einhverra hluta vegna er aukin eftirspurn eftir stærri eignunum, þessar sem eru á 40 milljónir og upp úr. Þetta eru kannski ekki eignir sem maður selur á hverjum degi, en það hefur aðeins verið að gerast, það er aukin eftirspurn eftir þeim.“