BlackRock Earnings, sem samkvæmt New York Times er stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, jók hagnað sinn um 34% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn á tímabilinu nam 568 milljónum dollara, um 70 milljörðum króna.

Að sögn New York Times hefur BlackRock sýnt stöðugan hagnað og vöxt í gegnum alla fjármálakreppuna. Eignir í stýringu hjá fyrirtækinu eru 3,6 trilljónir dollara, eða sem nemur rúmlega 430 þúsund milljörðum króna. Eignir í stýringu jukust um 2% á fyrsta ársfjórðungi.