*

mánudagur, 6. desember 2021
Erlent 21. apríl 2011 14:40

Stærsta eignastýring heims styrkir stöðu sína

BlackRock Earnings, stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, jók hagnað sinn á fyrsta ársfjórðungi um 34%.

Ritstjórn
BlackRock Earnings er rótgróið eignastýringafyrirtæki sem fjárfestir í hlutabréfum og ýmsu öðru, til að ávaxta fé þeirra sem treysta því fyrir fé sínu.
Aðrir ljósmyndarar

BlackRock Earnings, sem samkvæmt New York Times er stærsta eignastýringarfyrirtæki heims, jók hagnað sinn um 34% á fyrsta ársfjórðungi þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaðurinn á tímabilinu nam 568 milljónum dollara, um 70 milljörðum króna. 

Að sögn New York Times hefur BlackRock sýnt stöðugan hagnað og vöxt í gegnum alla fjármálakreppuna. Eignir í stýringu hjá fyrirtækinu eru 3,6 trilljónir dollara, eða sem nemur rúmlega 430 þúsund milljörðum króna. Eignir í stýringu jukust um 2% á fyrsta ársfjórðungi.