Í október 1998 var gengið frá sölu á 49% hlutabréfa í Fjárfestingarbanka atvinnulífsins, en salan var á þeim tíma umfangsmesta einkavæðing sem farið hafði fram á Íslandi. Nafnverð bréfanna var 3,3 milljarðar króna og lágmarkssölugengi var 1,4. Kaupverðið nam því 4,7 milljörðum króna. Salan fór fram í útboði.

Á myndinni sjást þeir Hreinn Loftsson, þáverandi formaður einkavæðingarnefndar, og Bjarni Ármannsson, forstjóri FBA.

Myndin birtist í DV.