Þýska flugfélagið Lufthansa tilkynnti í dag að það myndi panta 59 langdrægar flugvélar frá Airbus og Boeing til lækka eldsneytiskostnað. Segir félagið hann muni lækka um 25%.

Listaverðið á flugvélunum er 14 milljarðar evra, um 2.240 milljarðar króna. Flugfélagið segir viðskiptin stærstu fjárfestingu einkafyrirtæki í Þýskalandi.

Auk þessa pantaði Lufthansa minni vélar fyrr á árinu. Samtals hefur félagið pantað 295 flugvélar í ár,  fyrir 36 milljarða evra, um 5760 milljarða króna.

Tilkynningin frá Lufthansa í morgun.