Endanlega er búið að ganga frá samruna bandarísku flugfélaganna US Airways og American Airlines, en stjórnir félaganna tveggja samþykktu 11 milljarða dala samrunann í gær. Kröfuhafar American Airlines munu eignast 70% í hinu sameinaða félagi, sem verður stærsta flugfélag heims.

Forstjóri US Airways, Doug Parker, verður forstjóri sameinaða féalgsins og forstjóri American Airlines verður stjórnarformaður.

Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum eiga þó eftir að samþykkja samruna félaganna tveggja, en að því gefnu að samþykki fáist mun raunverulegur samruni þeirra ekki verða fyrr en eftir tvö ár. Taka mun tíma að samræma flugáætlanir og starfsemi fyrirtækjanna tveggja.