Samruna American Airlines og US Airlines er lokið og úr varð stærsta flugfélag í heimi. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hafði áður bannað samrunann af áhyggjum um að samkeppni á markaðnum yrði raskað.

„Fólkið okkar, viðskiptavinir og þau samfélög sem við þjónum víðsvegar um heiminn hafa beðið eftir því að nýja félagið yrði til,“ sagði Doug Parker, nýr forstjóri fyrirtækisins. Hann hafði áður verið forstjóri US Airways.

Bæði félögin segja að samlegðaráhrifin verði til þess að spara einn milljarð króna í kostnað.

BBC greindi frá.