Öðru tveggja nýrra flugmóðurskipa breska flotans hefur verið gefið nafn. Skipið fékk nafnið HMS Queen Elizabeth í höfuðið á Elísabetu Bretadrottningu, en það var drottningin sjálf sem vígði skipið við hátíðlega athöfn í Skotlandi fyrir skemmstu.

Skipið er stærsta herskip sem breski flotinn hefur smíðað, en áhöfnin telur 679 varanlega áhafnarmeðlimi. 1.600 manns geta verið í áhöfn þegar skipið er fullmannað. Vélar skipsins eru 75.000 hestöfl og það er rúmir 195 metrar að lengd.

Annað sambærilegt skip er í byggingu. Kostnaður við byggingu nýja skipsins nemur 3,1 milljarði sterlingspunda, jafnvirði um 600 milljarða íslenskra króna. Skipið mun hýsa 40 loftför, þar af 35 F-35B orrustuþotur og fáeinar Merlin herþyrlur. Skipið verður tekið í notkun árið 2017.