Á síðustu 5 árum hefur Aurora velgerðasjóður úthlutað 221 milljón króna til stuðnings mennta- og barnaverndarverkefni UNICEF í Síerra Leóne í Vestur-Afríku, einu fátækasta ríki heims. Um er að ræða stærsta framlag einkaaðila til þróunarsamvinnu sem veitt hefur verið á Íslandi og meðal stærri framlaga af þessum toga sem veitt hefur verið til UNICEF í Evrópu.

„Sjóðurinn er á lista hjá UNICEF yfir tíu stærstu gefendur í Evrópu og sá stærsti sem gefur til Síerra Leóne,“ segir Auður Einarsdóttir, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Auroru. Næststærsta framlag einkaaðila til þróunarsamvinnu kom frá Baugi, FL Group og Fons sem gáfu 135 milljónir til menntaverkefnis Gínea Bissá árið 2005.

Við framlag Auroru bætist 37 milljóna króna persónulegt framlag stofnenda sjóðsins, Ingibjargar Kristjánsdóttur og Ólafs Ólafsson, frá árinu 2006. „Þau byrjuðu á að gefa um 40 skólabyggingar í fátækustu héruðum Síerra Leóne og hélt Aurora velgerðasjóður áfram með verkefnið eftir stofnun sjóðsins,“ segir Auður.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér .