Verslunarrisinn Walmart er stærsta fyrirtæki Bandaríkjanna, sé miðað við tekjur. Þetta kemur fram á lista viðskiptatímaritsins Fortune yfir 500 stærstu fyrirtækin.

Næst koma olíufélögin Exxon Mobil og Chevron en fyrrnefnda fyrirtækið velti mestu árið 2011. Berkshire Hathaway samstæðan sem Warren Buffett stýrir er í fimmta sæti.

Apple fer úr 17 sæti í það 6 og er hástökkvarinn á listanum.