Fjölmennasta og vinsælasta maraþonhlaup heims fer fram í New York 2. nóvember. New York maraþonið þykir með skemmtilegri maraþonum, enda hlaupið um einhverja fjölbreyttustu borg heimsins.

Byrjað er á Staten Island, hlaupið í gegnum Brooklyn og Queens áður en hlaupið er yfir á Manhattan. Svo er hlaupið upp til Bronx áður en leiðin liggur aftur niður eftir vesturhluta Central Park, þar sem hlaupinu lýkur svo. Hverfi New York borgar eru rómuð fyrir fjölbreytileikann og hlauparar hlaupa um afskaplega ólík stræti á leið sinni í markið.

Rúmlega 50 þúsund manns luku maraþoninu í fyrra, sem gerir maraþonið það stærsta í heimi. Hlaupið er meðal World Marathon Majors maraþonunum, en önnur maraþon sem tilheyra þeim hópi eru maraþonin í Tókýó, London, Chicago og Boston. Það er vinsælt meðal langhlaupara að reyna við sem flest þessara hlaupa.

Nánar er fjallað um málið í Eftir vinnu, fylgiriti Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .