Lion Air í Indónesíu pantar 230 þotur fyrir 22 milljarða dala. Boeing hefur skrifað undir stærsta sölusamning í sögu félagsins við indónesíska flugfélagið Lion Air en það hefur pantað 230 Boeing 737 vélar fyrir 21,7 milljarð dala, jafnvirði um 2.550 miljarð íslenskar króna.

Þá er í samningnum ákvæði um kauprétt Lion Air á 150 flugvélum til viðbótar fyrir um 14 milljarða dala. Í tilkyningu frá Boeing kemur fram að pöntunin sé sú stærsta í sögu Boeing, bæði mælt í fjölda flugvéla og í samningsupphæð.

Í reynd er skammt stórra högga á milli hjá Boeing því aðeins eru fáir dagar frá því að greint var frá sölu 50 Boeing 777 þotna til Emirates Airlines fyrir 18 milljarða dala.