Bandaríski bankinn JP Morgan Chase hefur samþykkt að greiða 13 milljarða dala sekt fyrir að hafa blekkt fjárfesta i fasteignabólunni. Upphæðin samsvarar um 1600 milljörðum íslenskra króna. Þetta er hæsta sekt sem fyrirtæki hefur gert við bandarísk stjórnvöld á grundvelli samkomulags þar um.

Bankinn viðurkennir að hafa blekkt almenning en segist ekki hafa brotið lög bandaríska ríkisins. „Við erum ánægð með að hafa gert þetta mikla samkomulag,“ segir Jamie Dimon, forstjóri JP Morgan, í yfirlýsingu.

Um 4 milljarðar dala af sektinni fara til fasteignaeigenda sem voru blekktir, að því er fram kemur á vef BBC.