Norska símafyrirtækið Telenor og sænsk-finnska símafyrirtækið TeliaSonera ætla að sameina rekstur fyrirtækjanna tveggja í Danmörku. Þau eru keppinautar annars staðar í Skandinavíu.

Við samrunann verður til stærsta farsímafyrirtæki Danmerkur, með 40 prósenta markaðshlutdeild og árstekjur yfir 185 milljarða íslenskra króna.

Samruninn krefst samþykkis framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins og er gert ráð fyrir því að gengið verði frá því á næsta ári og hægt verði að ljúka samrunanum fyrir lok næsta árs.