Japanska flugfélagið Japan Airlines tilkynnti í dag að það hefði fengið samþykki kauphallarinnar í Tokyo til að skrá hlutabréf félagsins á markað þar í landi. Um er að ræða hlutabréf að andvirði 66,3 milljarða jena, sem jafngildir rúmlega þúsund milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í frétt Wall Street Journal um málið.

Gert er ráð fyrir að félagið verði skráð á markað þann 19. september næstkomandi. Þess má geta að farið var fram á gjaldþrotaskipti yfir félaginu árið 2010. Í kjölfarið var gripið til róttækra sparnaðaraðgerða, starfsfólki fækkað um 40%, laun lækkuð að meðaltali um 20% og lífeyrisútgreiðslur um allt að 53%.