Japanski bílaframleiðandinn Toyota seldi fleiri bíla á árinu 2010 en allir keppinautar sínir. Alls seldi Toyota 8,42 milljónir bifreiða. Bandaríski framleiðandinn General Motors seldi 8,39 milljónir bíla.

Sala á bílum Toyota jókst um 8% frá 2009, sérstakega vegna aukinnar eftirspurnar í Kína og öðrum ríkjum Asíu.

Japanski framleiðandinn varð fyrst sá stærsti árið 2008. Þá hafði General Motors verið í efsta sæti listans í nærri 80 ár.