Í gær setti Dr. Ari Kristinn Jónsson, rektor Háskólans í Reykjavík, háskólann og bauð um leið stærsta hóp nýnema í sögu HR velkominn til starfa. Í tilkynningu segir að haustið 2012 hefja um 1300 nýnemar nám í HR, en metfjöldi umsókna um skólavist barst háskólanum áður en lokað var fyrir umsóknir í vor.

Nýnemum fjölgar mest í tölvunafræðideild og tækni- og verkfræðideild HR, sem er í takt við það að íslenskt atvinnulíf hefur kallað eftir stóreflingu tæknimenntunar.