Karen Axelsdóttir hefur slegið Íslandsmet karla og kvenna í Ironman, eða Járnkarli. Hún hefur náð langt á erlendri grundu bæði í styttri og lengri vegalengdum í þríþraut og er einnig margfaldur Íslandsmethafi í þríþraut og hjólreiðum. „Ég var í frjálsum þegar ég var yngri og hafði tekið líkamsræktartarnir af og til. Heyfði mig í raun mjöglítið í 16 ár áður en ég byrjaði í þríþraut einfaldlega af því mér leiddist í ræktinni og var ekki búin að finna þennan félagsskap,“ segir Karen sem byrjaði í þríþraut árið 2006 en þá var markmiðið að koma sér í form eftir barnsburð.

„Þríþrautin er svo spennandi og aldrei eins. Þetta fer líka miklu betur með líkamann en bara hlaup. Ég fæ leið á að vera eingöngu að hlaupa eða synda. Ég hef ekki búið á Íslandi í 9 ár og er nú að uppgötva að þetta er einn stærsti leikvöllur í heimi.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.