Opinberi lífeyrissjóðurinn í Japan skilaði árshlutareikningi þar sem hann greindi frá mesta tapi síðan á öðrum ársfjórðungi árið 2008.

Alls tapaði sjóðurinn 64 milljörðum bandaríkjadölum á þriðja ársfjórðungi, eða um 8.497 milljörðum króna. Upphæðin nemur um 5,6% af heildareignum sjóðsins en heildareignir sjóðsins eru um 1.100 milljarðar dala. Þetta var mesta tap sem sjóðurinn hefur skilað síðan á öðrum ársfjórðungi árið 2008.

Þetta er fyrsta tap sjóðsins síðan hann ákvað að auka við fjárfestar á hlutabréfamarkaðnum og draga sig úr fjárfestingum á skuldabréfamarkaðnum. Stjórnendur sjóðsins ákváðu að fara þá leið eftir að forsætisráðherra Japan, Shinzo Abe tilkynnti að hann myndi leita leiða til að auka við verðbólgu í Japan, og þar með lækka verðmæti skuldabréfa.

Þetta er ekki eini lífeyrissjóðurinn sem hefur átt í erfileikum en Norski ríkislífeyrissjóðurinn skilaði tapi í lok október sem nam 4,9% af heildareignum.