Búist er við að uppgjör eftir Netmánudag eða ‚Cyber Monday‘ eins og hann er kallaður á ensku sýni að dagurinn í ár hafi verið stærsti netverslunardagur í sögu Bandaríkjanna. Á sama tíma hefur verslunarferðum í hefðbundnar verslanir fækkað en meira en helmingur allrar netverslunar fór fram í símum að því er kemur fram á vef Chicago Tribune .

Klukkan tíu að morgni gærdagsins höfðu smásalar selt fyrir um 840 milljónir dollara sem er um 17% vöxtur frá fyrra ári. Netverslun yfir þakkargjörðarhelgina hefur aukist um 16% og farið fram úr væntingum greinenda en búist var við um 12% aukningu frá fyrra ári.

Enn er beðið eftir uppgjöri frá smásölurisanum Amazon fyrir helgina en 43% allrar netverslunar í Bandaríkjunum á sér stað á Amazon.