Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus hefur náð samkomulagi við indverska flugfélagið Indigo um sölu á 250 A320neo flugvélum. Er þetta stærsta pöntun sem Airbus hefur afgreitt í sögunni, samkvæmt frétt BBC News .

Samningurinn er 26,5 milljarða dala virði samkvæmt verðskrá flugvélaframleiðandans, en hins vegar er viðbúið að Indigo fái einhvern afslátt af kaupunum. Fjárhæðin jafngildir rúmlega 3.500 milljörðum íslenskra króna.

Indogo er stærsta innanlandsflugfélag Indlands að teknu tilliti til markaðshlutdeildar. Flugfélagið var stofnað árið 2006 af frumkvöðlinum Rahul Bhatia og Rakesh Gangwal, sem er fyrrum framkvæmdastjóri US Airways.

Að meðaltali flýgur einn af hverjum þremur flugfarþegum í Indlandi flýgur með flugfélaginu, og undirstrikar pöntunin áform þess um að ná í enn stærri markaðshlutdeild á komandi árum.