*

miðvikudagur, 19. janúar 2022
Erlent 13. apríl 2021 15:52

Stærsti SPAC samruni sögunnar

Sérhæfða yfirtökufélagið Altimeter Growth hefur náð samkomulagi um samruna við Grab Holdings.

Ritstjórn
epa

Grab Holdings, stærsta farveitu- og heimsendingarþjónustufyrirtæki Suðaustur Asíu, hefur náð samkomulagi um samruna við sérhæfða yfirtökufélagið (e. SPAC) Altimeter Growth Corp. Reuters greinir frá.

Í samkomulaginu er Grab metið á nærri 40 milljarða dala og ef af samrunanum verður mun Grab verða skráð á markað í Bandaríkjunum.

Væri um að ræða stærsta SPAC samruna frá upphafi, en sannkallað SPAC æði hefur tröllriðið Wall Street og hafa sérhæfð yfirtökufélög safnað 99 milljörðum dala í Bandaríkjunum með skráningu á markað. Til samanburðar söfnuðu slík félög 83 milljörðum dala í fyrra.

Stikkorð: Grab SPAC Altimeter Growth