Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur samþykkt kaup á gagnavörslufyrirtækinu EMC. Heildarkostnaður við kaupin eru í kringum 67 milljarðar dala, eða rúmlega 8.300 milljarðar króna.

Samingurinn er með fyrirvara um samþykki frá regluvörðum. Ef hann verður samþykktur þá mun þetta verða verðmætasti samningur sögunnar í tæknigeiranum.

Forstjóri Dell segir í tilkynningu sem kynnt er á heimasíðu fyrirtækisins að samningurin setji Dell í lykilstöðu á öllum helstu framtíðar vaxtarmörkuðum.

Dell mun greiða hluthöfum EMC samtals 33,15 dali fyrir hvern hlut, þar af verða 24,05 dalir greiddir í reiðufé.