Seðlabanki Kína er sagður ætla að veita fimm stærstu bönkum landsins lán upp á 500 milljarða júan, sem jafngildir um 9.600 milljörðum íslenskra króna, til þess að mæta hægum vexti í hagkerfinu. BBC News greinir frá þessu.

Samkvæmt heimildum BBC mun seðlabankinn veita hverjum bankanna lán upp á 100 milljarða júan á lágum vöxtum yfir þriggja mánaða tímabil. Þessi aðgerð seðlabankans kunni að verða fyrsta af mörgum til þess að örva hagkerfið og sé hún til þess ætluð að hvetja til fjárfestinga og auka traust á markaðnum.