Barclays, Royal Bank of Scotland, Lloyds Banking Group og HSBC eru á meðal þeirra 29 banka sem taldir eru svo mikilvægir fyrir alþjóðafjármálakerfið að nauðsynlegt er talið tryggja þá fyrir mögulegu falli. Fjármálastöðugleikanefnd Alþjóðagreiðslubankans (Bank for International Settlements eða BIS) í Basel í Sviss setti fram óopinberan lista um 29 mikilvægustu bankana á fundi G20-ríkjanna í Cannes á föstudaginn. Af þessum 29 bönkum eru 17 evrópskir, fjórir frá Asíu og átta í Bandaríkjunum, þ.á.m. eru Goldman Sachs og nokkrir fjárfestingabankar.

Samkvæmt reglum fjármálastöðugleikanefndar Alþjóðagreiðslubankans verður lágmarkseiginfjárhlutfall að vera meira en sem nemur lögbundnu lágmarki eða 7,5%. Eigið fé bankanna er fellt í fjóra flokka þar sem áhættuminnsti flokkurinn kallar á 1% aukningu í eiginfjárhlutfalli en hver hinna síðan á 0,5% til viðbótar. Þá er sérstakur fimmti flokkur, sem á að fæla bankana frá því að verða of stórir, en eiginfjárkrafan á banka sem félli í þann flokk væri 3,5% til viðbótar því sem upp hefur verið talið . Sem stendur fellur þó enginn banki í fimmmta flokkinn. „Tilgangurinn er að tryggja að skattgreiðendur þurf aldrei aftur að greiða reikninginn í meiriháttar bankakreppu,“ segir Svein Andreson, ritari Fjármálastöðleikanefndar (BIS) í samtali við breska blaðið Telegraph.