American Airlines, sem er þriðja stærsta flugfélag í heimi, á í viðræðum við Airbus og Boeing um kaup á að minnsta kosti 250 flugvélum. Þetta kemur fram á vef Wall Street Journal.

Blaðið telur þetta vera stærsta flugvélasamning sögunnar og andvirði hans geti numið um 15 milljörðum Bandaríkjadala.

Flugvélarnar eiga að leysa eldri vélar af hólmi, McDonnell Douglas MD-80 vélar sem eru að meðaltali 20 ára og Boeing 757 sem eru að meðaltali 16 ára.