Alls hafa 137 félög fengið heimild Ríkisskattstjóra til að gera upp og skila ársreikningum í evrum. Ásókn á síðustu árum hefur verið talsverð. Á árunum 2008 til 2011 hafa 72 félög sótt um og fengið heimild til að færa bókhaldið í evrum, samkvæmt upplýsingum frá Skúla Eggert Þórðarsyni ríkisskattstjóra. Í dag eru fyrirliggjandi hjá Ársreikningaskrá umsóknir fjögurra félaga um að gera upp í evru. Fjögur önnur vilja gera upp í bandarískum dollar.

Heimild til þess að gera upp í annarri mynt en íslenskri krónu fæst aðeins ef uppfyllt er að minnsta kosti einu af fjórum skilyrðum sem talin eru í lögum um ársreikninga. Félög þurfa að vera með meginstarfsemi sína erlendis eða vera hluti erlendrar starfsemi (1), að eiga erlend dótturfélög eða hlutdeild í erlendum félögum og að meginviðskipti séu við þau félög (2), að hafa meginstarfsemi hér á landi en vera með verulegan hluta tekna frá erlendum aðilum (3), eða að hafa verulegan hluta fjárfestinga sinna erlendis og skuldir tengdar þeim í erlendum gjaldmiðlum (4).

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð.