Arion banki hefur birt uppfærðan hluthafalista eftir að bankinn var skráður á markað í Íslandi og í Svíþjóð. Kaupskil er enn stærsti hluthafi bankans með 32,67% hlut en átti 55,57% áður. Sænski bankinn SEB fer svo með 29,17% hlut í bankanum fyrir hönd handhafa sænskra heimildaskírteina (SDR). Stærsta einstaka úthlutun í formi sænskra heimildaskírteina nam 1,15% af heildar útgefnum bréfum bankans.

Stærstu hluthafar Arion banka þann 20. júní 2018 voru sem hér segir:

  • SEB fyrir hönd handhafa sænskra heimildaskírteina (29,17%)
  • Kaupskil ehf. (17,25%) - Kaupskil á 15,42% hlut til viðbótar í formi sænskra hlutdeildarskírteina. Félagið á því 32,67% hlut í bankanum.
  • TCA New Sidecar III s.a.r.l. (Taconic Capital Advisors) (9,99%)
  • Arion banki hf. (9,52%)
  • Trinity Investments Designated Activity Company (Attestor Capital LLP.) (9,17%)
  • Sculptor Investments s.a.r.l (Félag tengt Och-Ziff Capital Managment Group) (6,58%)
  • ELQ Investors II Ltd. (Goldman Sachs International) (3,37%)
  • Lansdowne Icav Lansdowne Euro (2,48%)
  • CF Miton UK Multi Cap Income (1,22%)

Nánari umfjöllun um stærstu hluthafa Arion má sjá hér .