*

föstudagur, 14. maí 2021
Innlent 22. febrúar 2014 14:12

Stærstu svik íslenskra stjórnmála

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir flokk sinn harðlega fyrir afstöðuna í Evrópumálunum.

Ritstjórn
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Haraldur Guðjónsson

Ef ekki verður gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort halda skuli aðildarviðræðum við Evrópusambandið áfram eru það ein stærstu svik sem gerð  hafa verið í íslenskum stjórnmálum. Þetta kom fram í viðtali við Þorstein Pálsson í þættinum Vikulokunum á RÚV í morgun.

Bjarni Benediktsson, formanns Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt ekki sé rétt að hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort halda eigi aðildarviðræðum áfram þar sem stjórnarflokkarnir séu báðir andsnúnir aðild. Þorsteinn gagnrýndi þennan málflutning. Hann sagði þetta hafa verið ljós þegar loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu hafi verið gefið. Rök Bjarna haldi því ekki.

„Ríkisstjórnir og stjórnmálaflokkar geta gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu með mismunandi hætti," sagði Þorsteinn í þættinum Vikulokunum.  „Þeir geta lagt sjálfa sig undir með því að taka alveg klára afstöðu, svo annað hvort sitja þeir áfram eða fara eftir því hver úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar eru, þeir geta líka verið hlutlausir og sagt við þjóðina: Þetta er ykkar val, við munum framkvæma það sem þjóðarviljinn kveður á um."

Að sögn Þorsteins er Sjálfstæðisflokkurnn klofinn í afstöðu sinni til ESB. Loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild hafi ráðið úrslitum þegar kosið var síðasta vor.

Þorsteinn sagði Sjálfstæðisflokkinn klofinn í afstöðu sinni til Evrópusambandsins og loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðild hafi ráðið úrslitum þegar kosið var í vor.

„Menn kusu flokkinn út á þetta," sagði Þorsteinn. "Nú hefur formaðurinn ákveðið að svíkja þetta. Þetta er eitt stærsta loforð sem gefið hefur verið í íslenskum stjórnmálum og þetta eru ein stærstu svik sem gerð hafa verið í íslenskum stjórnmálum.“