Tekjuskattur, sem tuttugu stærstu útgerðarfyrirtæki landsins koma til með að greiða í ár vegna ársins 2011, nemur 4,2 milljörðum króna, samkvæmt upplýsingum sem Viðskiptablaðið hefur aflað sér. Þessi tuttugu fyrirtæki hafa yfir að ráða um 72,9% af kvótanum, eða ríflega 267.500 tonnum af 367.200.

Vegna þess að þessi tuttugu fyrirtæki eru langumsvifamest af útgerðarfyrirtækjum landsins og hafa venjulega skilað mestum hagnaði má ætla að tekjuskattur sjávarútvegsins í heildina nemi um fimm milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.