Árni Tómasson, formaður skilefndar Glitnis staðfesti í samtali við Viðskiptablaðið nú í kvöld að Bjarni Ármannsson, fyrrverandi forstjóri Glitnis hefði endurgreitt bankanum hluta af starfslokasamningi sínum.

Bjarni upplýsti í Kastljósi Ríkisútvarpsins í kvöld að hann hefði í lok október s.l. sett sig í samband við skilanefnd Glitnis og að lokum endurgreitt um 370 milljónir króna af starfslokagreiðslum þeim er hann fékk þegar hann hætti störfum hjá bankanum vorið 2007.

Um er að ræða laun og launatengd gjöld.