Ísland hækkar um tvö sæti í úttekt IMD viðskiptaháskólans á stafrænni samkeppnishæfni og fer því úr 23. og upp í 21. sæti af 63. Frá 2014 hefur Ísland hækkað um sex sæti á listanum. Þetta kemur fram á vef Viðskiptaráðs .

Heildarsamkeppnishæfni landsins fór dvínandi skv. úttekt IMD sem birt var í maí. Bandaríkin náðu í ár efsta sætinu af Singapúr sem fellur niður í 2. sætið. Í næstu sætum eru hin Norðurlöndin ásamt Sviss. Það er því sama upp á teningnum í stafrænni samkeppnishæfni líkt og í heildarsamkeppnishæfni ríkja – Ísland er langt að baki hinum Norðurlöndunum.