*

miðvikudagur, 27. október 2021
Erlent 5. ágúst 2020 15:02

Stafræn þjónusta NYT stekkur yfir prentið

Áskrifendur NYT eru orðnir 6,5 milljónir talsins, þar af eru 5,7 milljónir áskrifendur af stafrænni þjónustu fjölmiðilsins.

Ritstjórn
epa

Áskrifendur dagblaðsins The New York Times (NYT) eru orðnir 6,5 milljónir talsins en tekjur af stafrænni þjónustu eru orðnar meiri en tekjur af prenti í fyrsta sinn í sögu fyrirtækisins. Financial Times segir frá

Fjölmiðilinn bætti við sig 669 þúsundum áskrifenda frá apríl til júní síðastliðnum. Ólíkt mörgum öðrum fjölmiðlum hefur NYT haldið áfram að ráða blaðamenn í faraldrinum og stefnir á að vera komið með 10 milljónir áskrifenda innan fimm ára. 

Sjá einnig: NYT dregur sig úr Apple News

Tekjur af stafrænni þjónustu á öðrum ársfjórðungi námu 189 milljónum dollara en tekjur af prentáskrift 175 milljónir dollara. Auglýsingatekjur lækkuðu hins vegar um 44% milli ára og fyrirtækið varaði við 35-40% samdrætti í auglýsingatekjum á þriðja ársfjórðungi. Hagnaður NYT lækkaði einnig um 6% og nam 23,7 milljónum dollara. 

Meredith Kopit Levien tók við af Mark Thompson, fyrrum framkvæmdastjóri BBC sem forstjóri NYT í síðasta mánuði. Thompson hafði frá árinu 2012 leitt stafrænu byltingu fyrirtækisins, sem hefur stærsta áskrifendahóp fyrir fréttir í heimi í dag.