Tekjur bandarískra auglýsingastofa og markaðsfyrirtækja jukust um 8,6% milli ára þrátt fyrir að auglýsingarmarkaður hefðbundinna fjölmiðla hafi ekki svifið seglum þöndum síðustu misserin. Þennan óvænta vind í seglin geta markaðsfyrirtækin þakkað netinu, að því er fram kemur í frétt Advertising Age.

Það vekur litla furðu að tekjur markaðsfyrirtækja sem sérhæfa sig í stafrænu efni þutu upp um 27% milli ára í Bandaríkjunum. Aftur á móti kemur í ljós að slík starfsemi er orðin partur af lifibrauði flestra auglýsinga- og markaðsstofa, sem kemur í veg fyrir að tekjur þeirra standi í stað milli ára. Bandarískar auglýsingastofur státuðu af 10% aukningu í tekjum vegna stafrænnar þjónustu árið 2007. Í fréttinni er svo bent á að dæmi séu fyrir því að stórar auglýsingastofur byggi helming sölu sinnar á stafrænni þjónustu. Tekjur Group M, stærstu markaðsstofu heims, af stafrænni þjónustu nam 11% árið 2007.