Svo virðist sem einstaklingar kjósi að staðgreiða fyrir vörur sem áður voru skrifaðar í reikning. Þetta segir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar, í samtali við Viðskiptablaðið aðspurður um breytt neyslumynstur einstaklinga síðustu mánuði.

Steinn Logi segir áberandi hversu margir, sem áður voru í reikningsviðskiptum, kjósa nú að staðgreiða fyrir þær vörur sem keyptar eru og hafa hlutföllin milli þessara tveggja valmöguleika í raun snúist við frá því sem var fyrir örfáum árum.

„Mér þykir líklegt að menn séu hræddir við að skuldsetja sig og vilji með þessu halda betur um eyðslu sína,“ segir Steinn Logi.