Það er aldrei sniðugt að stela frá vinnuveitandanum, ekki síst þegar um er að ræða spilavíti enda er eftirlit með starfsfólki og peningum á þeim stöðum nánast þráhyggjukennt.

Maður þarf hins vegar væntanlega að vera sérstaklega ólukkulegur til að detta í hug að stela 150.000 dölum af spilavíti sem er í eigu Apache indíánaættbálksins í Oklahoma ríki.

Kimberly Dawn Logsdon hefur verið ákærð fyrir að draga sér þessa fjárhæð á því átján mánaða tímabili sem hún vann hjá spilavítinu. Hún má þó þakka fyrir að hafa framið glæpinn á 21. öldinni en ekki þeirri nítjándu. Apache ættbálkurinn var ekki þekktur fyrir að taka með silkihönskum á þjófóttum bleiknefjum á þeim tíma.