Rachael Martin.
Rachael Martin.

Gjaldkerinn Rachael Martin hjá breska bankanum Barclays hefur verið ákærð fyrir að stela rúmum níu milljónum króna frá bankanum, en hún mun hafa notað bróðurpartinn af fénu til að greiða fyrir fegrunaraðgerðir.

Martin, sem dreymir um að verða fyrirsæta, á að hafa stolið fénu á átta vikna tímabili haustið 2010, en hún á að hafa stolið í kringum 1.000 til 2.000 pundum í einu. Stærsti einstaki þjófnaðurinn nam 6.000 pundum, en alls er henni gefið að sök að hafa stolið 46.000 pundum.

Þegar lögreglan hafði hendur í hári hennar hafði hún eytt öllu fénu, þar á meðal 4.000 pundum í brjóstastækkunaraðgerð og 1.700 pundum í fegrunaraðgerðir á tanngarði. Er búist við því að dómur yfir Martin verði kveðinn upp í haust.