Hugo Chavez, forseti Venesúela, hyggst setja útflutningsbann á stærsta stálframleiðanda landsins, Siderurgica del Orinoco, sem á að gilda þangað til að fyrirtækið annar innlendri eftirspurn. Siderurgica del Orinoco er meðal annars í eigu Argentínumanna, en Chavez hefur hótað þjóðnýtingu á fyrirtækinu.

Í síðustu viku hótaði forsetinn að þjóðnýta banka myndu þeir ekki lækka vexti á lánum til innlendra iðnaðarfyrirtækja. Chavez var með svipaðar hótanir uppi áður en að hann þjóðvæddi fjarskipta- og raforkufyrirtæki fyrir nokkru.