Fjárfestingafélagið Stálskip hagnaðist um 869 milljónir króna í fyrra en árið áður hagnaðist félagið um 980 milljónir króna.

Fjármunatekjur námu rúmlega milljarði króna og drógust saman um 101 milljón króna milli ára. Eignir félagsins námu 14,4 milljörðum króna og eigið fé 14,3 milljörðum í lok síðasta árs.

Guðrún Lárusdóttir á 46,9% hlut í félaginu og dætur hennar þrjár, Helga, Jenný og Ólafía Lára Ágústsdætur, eiga hver um sig 17,7% hlut. Stjórn félagsins leggur til að allt að 700 milljónir verði greiddar í arð til hluthafa í ár vegna síðasta árs.

Lykiltölur / Stálskip

2021 2020
Fjármunatekjur 1025 1126
Arður 600 300
Eiginfjárhlutfall 99% 99%
Hagnaður 869 980
- í milljónum króna

Fréttin birtist í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins.